deepundergroundpoetry.com

Mín fyrsta ást

Þú birtist mér haustnótt í september,
árið var 2003.
Ég, aðeins 15, þú ekki enn,
og tíminn hann stóð í stað.

Ein augnabliksstund, ég sá þig og fann,
að ekki yrði snúið tilbaka.
Tíminn með þér, hófst og lauk,
þótt elskuðum skilyrðislaust.

Þó mikið ég elskaði, þjáðist og bað,
ég ekki virtist ætluð þér,
því þú áttir hjarta svo opið og stórt,
- ekki bara handa mér.

Þú segir þú elskir mig ennþá.
Og alltaf ég elska þig.
En það er sú ást er fundum við snemma,
og seinna okkur báðum brást.

Ég óska þér alls hins besta,
og man okkar árin góð,
vona og bið af öllu hjarta,
að finnum við bæði leið.

Að gleyma og græða sárin,
sem hvort öðru ullum,
lifa, og elska, sættast og hlægja;
mót lífinu sem eigum í dag.
[/font]
Written by neWish
Published
All writing remains the property of the author. Don't use it for any purpose without their permission.
likes 0 reading list entries 0
comments 2 reads 973
Commenting Preference: 
The author has chosen not to accept new comments at this time.

Latest Forum Discussions
POETRY
Today 9:37pm by down2dirt
SPEAKEASY
Today 9:07pm by SonderNinja
SPEAKEASY
Today 8:55pm by SweetKittyCat5
COMPETITIONS
Today 8:37pm by javalini
POETRY
Today 7:35pm by Abracadabra
SPEAKEASY
Today 6:38pm by lepperochan